Skilvirkari samgöngur

Viðar Guðjohnsen skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann talar um samgöngur í Reykjavík. Þar sem ólíklegt er að allir lesendur hér séu áskrifendur að Morgunblaðinu og mér finnst ósanngjarnt að tala um hluti sem ekki allir geta lesið læt ég grein Viðars fylgja hér fyrir neðan.

Ég held við getum flest verið sammála upphafsorðum Viðars:

Ekki þarf að skoða meira en eins dags mælingu á umferðarþunga í Reykjavík til þess að sannfærast um að skipulag samgangna í borginni sé ekki skilvirkt. Í upphafi vinnudags streymir umferðarþunginn inn í atvinnumiðju borgarinnar, miðbæinn, og aftur þaðan út þegar líða tekur á síðdegið. Að borgarbúar þurfi að sitja í umferðarteppu dag eftir dag er ekki bara tímaþjófnaður, sem hefur verulegan kostnað í för með sér, heldur valda umferðartafir aukinni mengun vegna þess að bíll sem fer bara fetið í umferðarteppu eyðir meira eldsneyti en ef um hefðbundinn akstur væri að ræða. Slík sóun á eldsneyti er engum til góðs.

Umferðaþungi í Reykjavík er fáránlegur. Orsakir þessa eru margar en ég held að ein þeirra mikilvægari sé að Reykjavík er mjög strjálbyggð borg, byggð frekar eftir Amerísku módeli en Evrópsku. Reyndar er misvísandi að halda fram að borgir í hvorri heimsálfunni hafi verið byggðar með sérstakt módel í huga, því lega þeirra ákvarðast helst af hvort það hafi verið pláss til að byggja dreift eða ekki og hvort góðir samgöngumátar hafi verið til staðar þegar byggt var. Á Íslandi er pláss til að bygga og Reykjavík var að mestu reist eftir að bíllinn kom hingað, svo byggðin er strjál.

En hver er hugmynd Viðars til að létta á umferð í Reyjkavík?

Mikilvægustu framkvæmdirnar sem hægt er að fara út í til þess að auka skilvirkni umferðar í Reykjavík er Sundabrautin og fjölgun mislægra gatnamóta, koma þá gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fyrst upp í hugann. Til að flýta fyrir Sundabrautinni mætti vel skoða hvort einhverjar útfærslur af einkaframkvæmd væru hentugt fyrirkomulag.

Þessari hugmynd hefur ítrekað verið hampað af ýmsu fólki og á meðan við gætum fundið vankanta á henni (fleiri umferðamannvirki virðast fyrir mér taka á einkennum umferðarþungans en snerta ekki rætur hans) langar mig frekar að benda á að Viðar gefur okkur ekkert val: annað hvort reisum við gatnamót eða gerum ekkert. Ef við ætlum að vera fullkomlega sanngjörn verðum við að athuga að Viðar gefur okkur í raun val milli almennra framkvæmda eða einskis, en ljóst er að eina lausnin sem hann gefur okkur á umferðarvanda Reykjavíkur er að ráðast í byggingu fleiri umferðamannvirkja.

Þetta er einfaldlega ekki rétt - til að draga úr umferðarþunga mætti til dæmis byggja upp nothæft almenningssamgangnakerfi í Reykjavík - en mig grunar að Viðar sé ekki hrifinn af öðrum möguleikum og láti því sem þeir séu ekki til.

Mér sýnast þessi mistök Viðars vera valtvennuvilla, sem er nákvæmlega villan að stilla upp tveim möguleikum og segja að aðeins annar hvor þeirra standi til boða á meðan fleiri eru til staðar. Hér eru möguleikar Viðars annars vegar að reisa miðlæg gatnamót eða að sitja áfram föst í bílunum okkar og anda að okkur gufunum; miðlæg gatnamót eða dauði.

Ég held ég taki frekar strætó, þríbölvaður sem hann er.


Grein Viðars:

Skilvirkari samgöngur Viðar Guðjohnsen

Ekki þarf að skoða meira en eins dags mælingu á umferðarþunga í Reykjavík til þess að sannfærast um að skipulag samgangna í borginni sé ekki skilvirkt. Í upphafi vinnudags streymir umferðarþunginn inn í atvinnumiðju borgarinnar, miðbæinn, og aftur þaðan út þegar líða tekur á síðdegið. Að borgarbúar þurfi að sitja í umferðarteppu dag eftir dag er ekki bara tímaþjófnaður, sem hefur verulegan kostnað í för með sér, heldur valda umferðartafir aukinni mengun vegna þess að bíll sem fer bara fetið í umferðarteppu eyðir meira eldsneyti en ef um hefðbundinn akstur væri að ræða. Slík sóun á eldsneyti er engum til góðs.

Mikilvægustu framkvæmdirnar sem hægt er að fara út í til þess að auka skilvirkni umferðar í Reykjavík er Sundabrautin og fjölgun mislægra gatnamóta, koma þá gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fyrst upp í hugann. Til að flýta fyrir Sundabrautinni mætti vel skoða hvort einhverjar útfærslur af einkaframkvæmd væru hentugt fyrirkomulag.

Skiljanlega súpa menn hveljur þegar þeir lesa um það fjármagn sem þarf til að reisa Sundabrautina og fjölga mislægum gatnamótum. Þó ber að halda því til haga að í öllum þeim ríkjum sem byggja á skilvirkum samgöngum hafa menn séð aukna hagkvæmni í slíkum fjárfestingum, ekki bara í aukinni hagræðingu heldur einnig í sparnaði óbeins kostnaðar, s.s. vegna tjóns á einstaklingum og eignum enda munu skilvirkar samgöngur fækka óþarfa umferðarslysum eins og rannsóknir hafa sýnt fram á. Ofangreind atriði eru mikilvæg, bæði vegna öryggis borgaranna sem og efnahagslega.

Samhliða þessum atriðum þarf að leggja aukna áherslu á atvinnuuppbyggingu í austurhluta borgarinnar. Með því má minnka þá umferð sem streymir í átt að miðbænum og stuðlar að fjölbreyttu lífi borgarbúa. Vel væri hægt að sjá fyrir sér blómlegt líf í austurhlutanum með aukinni verslun og fleiri kaffihúsum með breyttum áherslum í byggingarstíl öllum til hagsbóta.

Þá mætti skoða þá hugmynd að hvetja til aukinnar verslunar og þjónustu á ákveðnum svæðum með markvissum aðgerðum, t.d. með svæðisbundinni lækkun á fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum á þá sem taka slaginn.

Markaðsfólk er ekki með horn og hala

Látum oss í dag byrja á ómálefnalegu niðurrakki.

Ég hata markaðsfólk. Ég hef óbeit á þessu innantóma feel-good pakki sem býr ekki til neitt og eyðir tíma sínum í að pússa TED sýningarnar, LinkedIn prófælana og Twitter fóðrið sitt. Að hlusta á orðræðu markaðsmanneskju er í besta falli eins og að borða kassa af kókosbollum; eftir á liggur maður á gólfinu, finnur kaldan svita og svima af insúlínsjokki, skelfur og ýlfrar og vonar að þetta taki allt enda bráðum.

Jæja. Þá er það frá.

Þóranna K. Jónsdóttir heldur fram að markaðsfólk sé ekki með horn og hala. Mig grunar að ég sé ekki sá eini sem hefur nett óþol fyrir markaðsfræði/fræðingum og að Þóranna hafi hitt talsvert af slíku fólki. Það hlýtur að vera leiðinlegt að finnast svo sótt að sér að maður neyðist til að skrifa grein til að réttlæta tilveru sína. Eins og Þóranna segir í upphafi:

Við markaðsfólkið erum eins og iðnaðarmennirnir. Við gleymum að sinna hlutunum heima við. Við eigum við ímyndarvandamál að stríða. Margir virðast halda að við séum bara einhver stoðstarfsemi við fyrirtækið, bara aukaatriði sem eyðir peningum og spanderar.

[…​] Þetta er hins vegar byggt á miklum misskilningi. Misskilningi sem við markaðsfólkið þurfum að fara að leiðrétta.

Ef titillinn gerði það ekki ljóst er markmiðið hér því að rétta hlut markaðsfólks í samfélaginu. Hvernig rökstyðjum við mikilvægi þeirra?

Stjórnunargúrúinn Peter Drucker sagði að markaðsstarf og nýsköpun væru það sem skipti mestu máli hjá fyrirtækinu. Markaðsstarf og nýsköpun sköpuðu tekjur, hitt væri kostnaður. Það er nefnilega þannig að ef markaðsstarfið er ekki að gera sitt þá eru engir viðskiptavinir.

Og ef það eru engir viðskiptavinir skiptir engu máli hversu góður fjármálastjórinn er, eða framleiðslustjórinn, eða starfsfólkið eða nokkuð annað. Fyrirtækið einfaldlega lifir ekki án viðskiptavina.

Ég þakka Þórönnu fyrir okkar fyrstu vísun í kennivald.

Hér þarf ég nauðsynlega að rökstyðja mál mitt, því að vitna í orð sérfræðings er eitt og sér ekki rökvilla; samanber þegar fólk vitnar í Dawkins, Keynes eða de Beauvoir. Sem röktól byggist vísun í kennivald svona upp:

  • X segir að A sé rétt.

  • X er sérfræðingur um málið.

  • Aðrir sérfræðingar um málið eru almennt sammála X.

  • Þar af leiðandi er A líklegt til að vera rétt.

Nokkrir veikir hlekkir eru í þessum röksemdafærslum: Aðrir sérfræðingar geta verið sammála X almennt en ekki um A; í besta falli er niðurstaðan að góðar líkur séu á að A sé rétt; og þó X sé sérfræðingur gæti hann einfaldlega haft rangt fyrir sér eða haft hagsmuna að gæta í málinu og þannig verið óhæfur til að tjá sig um það.

Þetta er flókið mál. Til að benda á hversu flókið skulum við athuga þessa setningu, sem er bæði algeng viðbrögð fólks við vísunum til sérfræðinga og hrekur rök Þórönnu ekki:

"http://en.wikipedia.org/wiki/Peter_Drucker[Peter Drucker] var frumkvöðull í markaðsráðgjöf, svo það kemur ekki á óvart að hann hafi talið sérsvið sitt skipta miklu máli."

Þetta er einfaldlega ad hominem árás og því gagnslaust sem mótsvar við Þórönnu.

Í staðinn verðum við að horfa á þriðja lið kennivaldsvísunarinnar. Peter Drucker hefur sagt A og Peter Drucker er sérfræðingur um markaðsfræði. Ég tel samt ekki að Þóranna hafi rökstutt að aðrir sérsfræðingar um markaðsfræði séu sammála Drucker, hvorki almennt né um þetta tiltekna atriði. Þetta skiptir máli hér, þar sem smáatriði fræðilegrar markaðsfræði eru nægilega fjarlæg almennri vitneskju að Þórunni ber að fræða okkur um þau ef hún vill að röksemdafærsla hennar haldi vatni.

Ein og sér eru þessi mótmæli mín frekar bragðlaus sósa, en ofan á þau bætist undarlegur viðsnúningur Þórunnar í næstu málsgrein:

Drucker hitti þarna naglann á höfuðið en svo fataðist honum flugið. Hann sagði að tilgangur fyrirtækisins væri að búa til viðskiptavini. Markaðsfólk veit að það er ekki svo.

Því miður getum við ekki vitnað í Drucker sem kennivald þegar það hentar okkur og hundsað hann þegar það hentar okkur ekki. Að velja þær staðreyndir sem henta okkur og hundsa aðrar er rökvilla sem ber ekkert hentugt nafn á íslensku; ég sting upp á berjatínslu. Þetta er ótrúlega algeng og freistandi villa og leynist á bakvið nær allar persónulegar frásagnir sem eiga að rökstyða einhvern málstað, til dæmis þénar Malcolm Gladwell ágætan pening við að fremja þessa rökvillu ítrekað.

Ef Þóranna hefði aðeins vitnað í jákvæða hluta Drucker eða hinn neikvæða gæti ég ekki fett marga fingur í pistil hennar; ég sæti uppi með mótbárur um hugsanlega ófullnægjandi vísun í kennivald. En saman fella þessar tilvísanir málstað hennar.

Þóranna lýkur máli sínu á að segja að:

Það er kominn tími á að við markaðsfólkið förum að bæta ímynd okkar og að stjórnendur geri sér grein fyrir því út á hvað þetta gengur allt saman.

Að markaðsfólk vilji bæta ímynd sína er ágætt mál, en mikið yrði ég ánægður ef það gerði það án þess að stytta sér leið gegnum rökvillukviksyndið og draga okkur með í leiðinni

Skoðanasamfélagið

Hin daglega rökvilla er í boði Halldórs Halldórssonar (einnig þekktur sem Dóri DNA). Ég er ekki ósammála mörgu í pistli hans á vísi.is, en vegna dræmrar rökvilluveiði í dag verðum við að tala um það sem hægt er.

Eins og titillinn „Skoðanasamfélagið“ ber með sér fjallar pistillinn um umræðu á Íslandi. Sú hugmynd sem Halldór minnir á og ver er að ekki allar skoðanir séu jafngildar.

Við hittum reyndar eina birtingarmynd þessar hugmyndar (eða neitunar hennar, það er að allar skoðanir séu jafngildar) í brennivínsóði Guðmundar í gær. Röksemdafærslan þar var: Þeir segja A, ég veit ekkert um A, því er A rangt. Eina leiðin til að þetta gangi upp er að ganga út frá að allar skoðanir séu jafngildar, óháð hversu mikilli hugsun, visku eða staðreyndum þær séu byggðar á. Þetta getur ekki verið rétt: Í gamla daga voru kirkjan og Galileó ósammála um hvort jörðin snérist um sjálfa sig eða ekki; að annar aðilinn vissi ekkert um það og remdist við að vera sannfærður um sinn hlut breytti engu um að hann hafði rangt fyrir sér.

Í heildina stendur Halldór sig ágætlega við nærpredikun sína. Ég segi nærpredikun því það er ansi lítið um röksemdir þar. Stíllinn minnir mig frekar á reiðiræður Charlie Brooker (sem eru góð skemmtun en rökfræðilega ótryggar; samanber þessa tveggja mínútna löngu persónulegu árás) þar sem markmiðið er ekki að sannfæra andstæðinga sína heldur að benda þeim sem eru nú þegar sammála manni á hvað andstæðingarnir eru kjánalegir.

Og fyrst við tölum (innansviga) um persónulegar árásir getum við minnst á rökvillu dagsins:

Svo er okkur rosalega annt um skoðanir annarra. Hvað finnst Gylfa Ægissyni um samkynhneigða? […​] Gylfi Ægisson er karlfauskur úr Vestmannaeyjum. Hverjum er ekki drullusama hvað honum finnst?

Þessi rökvilla er svo vel upp alin að hún ber nafn á latínu: ad hominem. Á Íslandi er þessi villa þekkt undir fótboltalíkingu; við myndum þá segja að Halldór hafi farið í manninn (Gylfa) en ekki boltann. Ef ég væri illa upp alinn hefði ég gert ráð fyrir að lesendur þekktu þessa líkingu og byrjað þessa grein á einhverju eins og „Jæja, Halldór. Alltaf í boltanum?“ Blessunarlega gerði ég það ekki.

Þrátt fyrir að þessi villa sé mörg þúsund ára gömul hefur ákveðinn íslenskur stjórnmálamaður hefur eignað sér hana (og hlotið mikið lof aðdáenda sinna fyrir „ræðusnilld“) sem „smjörklípuaðferðina“. Aðferðin gengur út á að kalla andstæðinga sína, til dæmis, "afturhaldskommatitti" í staðinn fyrir að rökræða við þá, fylgjast með þeim froðufella af bræði og draga alla umræðu niður í sandkassann. (Ekki að andstæðingar þessa manns séu á hærra plani; ef færi gefst eru þeir fyllilega tilbúnir til að saka þá sem þeir eru ósammála um „skítlegt eðli“.)

En aftur að efninu. Gylfi Ægisson hefur fullyrt hitt og þetta um samkynhneigða. Að Gylfi Ægisson sé karlfauskur frá Vestmannaeyjum er í besta falli rót þessa fullyrðinga en segir eitt og sér ekkert um hvort þær séu réttar eða rangar. Því er ekki hægt að hrekja fullyrðingar Gylfa með að tala um persónu hans. Að reyna það heitir persónuárás; að fara í manninn en ekki boltann; eða ad hominum.

Þó Halldór fremji þessa villu bendir hann á ýmislegt áhugavert um almenna umræðu, eins og:

Það er algjört brjálæði að lifa á tímum þar sem allar skoðanir eru jafngildar – í alvöru. Háskólamenntun, reynsla, rannsóknir, tölfræði og staðreyndir víkja fyrir þeim sem er með vinsælustu skoðunina. Við getum öll sammælst um eina lausn til þess að láta þjóðfélagið fúnkera og það er lýðræði en maður þarf ekki að grúska lengi í mannkynssögunni til að sjá að fjöldanum skjátlast svona yfirleitt. Það er vandlifað.

Sigtuð aðeins niður sýnist mér þessi málsgrein segja þetta: Við lifum á tímum þar sem allar hugsanir eru jafngildar, svo vinsælasta skoðunin hverju sinni vinnur, en vinsælasta skoðunin er ekki endilega góð, svo lýðræði er ekki gott. Ég væri mjög til í að lesa pistil þar sem Halldór veltir þessari hugsun betur fyrir sér og kryfur hana til mergjar. Þetta hlýtur að vera vel þekkt gagnrýni á lýðræði svo það ætti að vera hægt að finna margt áhugavert þar um. Fyrir utan náttúrlega hvað það yrði áhugavert að sjá hvað Halldór meinar þegar hann segir að fjöldanum skjátlist; meinar Halldór að hann sé ósammála fjöldanum, að sagan dæmi gjörðir fjöldans illa, eða eitthvað annað? Hver ákveður hvaða skoðanir fjöldans eru góðar?

Að lokum finnst mér ómögulegt að klára ekki á ítrun af lokaorðum Halldórs:

Kæri lesandi, þú ert að lesa skoðun manns á skoðunum. Velkominn í firringuna.

Kæri lesandi, þú ert að lesa skoðun manns á skoðun manns á skoðunum. Meta!

„Brennivínið gefur anda og snilli“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar pistil á vísi.is í dag. Hann má lesa í heild sinni hér. Markmið þessa pistils er að sannfæra okkur, lesendur, um að á Vogi sé hin góða barátta gegn alkahólisma á Íslandi unnin. Athugum hvernig Guðmundi tekst til.

Guðmundur skiptir pistli sínum í þrjá hluta eins og klassískt er. Fyrsti hluti hans kynnir málefnið sem á að tala um, en ekki áður en hann gerir tilraun til að fanga athygli lesenda með skemmtilegri blöndu af íslenskum úrdrætti og innantómu hrósi:

Það er svo margt sem aflaga hefur farið hjá okkur Íslendingum og stundum er talað eins og þessi þjóð sé mestu asnar í heimi, viti ekkert, kunni ekkert, læri ekkert og geti ekkert – nema verið asnar.

Ætli það sé ekki eitthvað orðum aukið.

Hér er á ferðinni sama rökvilla og felst í að sannfæra einhvern um sannindi með því að segja „Jafn gáfaður maður og þú hlýtur að sjá að A er rétt.“ Engin röksemdafærsla á sér stað. Guðmundur djassar þessa villu upp með því að snúa henni við; hann telur upp lista af hræðilegum eiginleikum Íslendinga áður en hann neitar þeim og skipar þannig sér og lesendum, sem eru væntanlega ósammála því að þeir séu asnar, í sama lið.

Að liðsöfnuðinum loknum kynnir Guðmundur efni pistilsins: Íslendingum hefur vel tekist að meðhöndla alkahólisma og kunningi hans vill að talað sé um hið góða starf sem unnið er á Vogi. Næstu tveim málgreinum er svo eytt í tilfinningatog þar sem engin rök eru viðruð en er væntanlega ætlað að tala á móti alkahólisma og fíkn almennt.

Ég viðurkenni að skilja ekki fullkomlega annan hluta pistilsins. Hann talar um frjálsan vilja, DNA, persónulega ábyrgð, Dani og hvað lífið sé erfitt. Hér eru nokkur brot:

Þeir tala um alkóhólistagen. Og var víst eitt af því sem átti að gera okkur rík í síðustu bólu – að hafa þessi óskaplegu gen. Ég veit það ekki. Ég er ekki nógu vel að mér í líffræði til að vita hvort til sé alkóhólistagen, þjófagen, lygagen, utanviðsig-gen eða kærleiksgen. Held samt ekki

Þeir^[tilvísun vantar]^ tala um A. Ég veit ekkert um A. Því er A rangt.

Þetta er ein vinsælasta rökvilla íslenskrar umræðu, alveg lengst uppi með ad hominem. Opinberir aðilar virðast aldrei þreytast á að henda henni upp við ólíklegustu tilefni, en vandamálið við þessa villu ætti öllum að vera ljóst.

Hér er einnig á ferðinni mjög vafasöm og blekkjandi delering: Guðmundur byrjar á alkahólistageni og telur upp stigvaxandi óvísindaleg gen úr ímyndunarafli sínu, væntanlega til að draga úr trúverðugleika hins fyrsta. Það á ekkert skylt við rökræðu.

Áhugasamir lesendur geta athugað afganginn af öðrum hluta pistilsins þar sem sjá má hina sívinsælu klisju „allt Dönum að kenna“ og hugleiðingar um frjálsan vilja. Þessum hluta lýkur á góðum strámanni:

Það viðhorf hefur verið landlægt hér að fullkomlega eðlilegt sé að veruleikinn sé óbærilegur, og eina ánægja sem hægt sé að hafa af lífinu sé að flýja inn í óraunveruleika vímunnar.

Er það nú?

Í síðasta hluta pistilsins tæklar Guðmundur þennan strámann. Samkvæmt honum eru lífið og tilveran eru tvö ólík fyrirbæri á Íslandi; lífið er það sem er skemmtilegt og tilveran er dagleg rútína. Hann færir engar sönnur fyrir þessari sannfæringu okkar aðra en að stundum er talað um „lífið og tilveruna“. Að því loknu færir Guðmundur okkur niðurstöðu sína:

Tilveran er erfið. Því verður fólk alkahólistar. Vogar eru mikilvæg stofnun.

Að fólk verði alkahólistar því tilveran sé erfið er dæmi um rökvillu sem við getum kallað hina óflekkuðu orsök; fólk verður alkahólistar af ýmsum ástæðum og samblöndum af þeim, svo að segja að það sé einungis ein orsök fyrir alkahólisma er rangt.

Í síðustu fullyrðingu sinni segir Guðmundur að Vogar gegni hlutverki við að hjálpa fólki við að finna lífið í tilverunni, sem er eina orsök alkahólisma samkvæmt honum, en færir engin rök fyrir eða dæmi um hvernig Vogar gera það. Því verðum við að telja að hér framkvæmi Guðmundur hringavitleysu, þar sem niðurstaðan er gefin áður en rökræður fara fram. Vogar eru mikilvægir því Vogar eru mikilvægir.

Pistill Guðmundar var skrifaður af beiðni vinar síns og átti að útskýra það starf sem fer fram á Vogum og mikilvægi þess starfs. Af þeim rúmum 800 orðum sem pistillinn telur er engu þeirra varið til að segja okkur hvað gerist á Vogum. Það er erfitt að álykta annað en að pistill Guðmundar hafi misst marks.

Um skynsemi

Kæru vinir,

Mér er annt um rökfræði. Ekki bara þurru og akademísku tegund hennar, heldur hvernig henni er beitt í daglegu lífi. Ýmsir aðilar beita henni til að sannfæra okkur um að hitt og þetta sé rétt; henni er otað til í umræðum um flugvelli, spítala, fjármál, borgarskipulag, cha-cha-cha og allt.

Vandamálið er að þeir sem beita rökfræði á almennum vettvangi fara oft illa með hana. Þeir skera að sér, tvívinna hlutina og míga upp í vindinn. Hingað til hafa þessir aðilar, sem telja stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk, heilsugúrua, trúarleiðtoga, Marsbúa og allt, að mestu komist upp með að limlesta þessa fegurstu arfleið forngrískrar menningar.

Ég og nokkrir hjálparálfar vonumst til að binda enda á þennan harmleik. Á hverjum virkum degi ætlum við að taka fyrir eina staðhæfingu, færslu eða frétt og benda á rökvillur í málflutningi hennar. Við munum styðja mál okkar með tilvísunum um nákvæmlega hvaða rökvilla er framin hverju sinni.

Til þessa þurfum við hjálp ykkar.

Ef þú lest frétt, yfirlýsingu, markaðsherferð, auglýsingu eða hvaða opinberu samskipti sem er þar sem leiðin milli A og B er ekki ljós, sendu okkur þá póst.

Ef þú vilt, eins og við, hefja umræðu á Íslandi upp á það stig að fólk tali um málefni en fari ekki endalaust í manninn, sendu okkur þá póst.

Ef þú sérð eitthvað, segðu þá eitthvað.

Sendu okkur póst á

rokvillur@gmail.com

Personal communication

There’s a type of citation that we should agree to kill. Come on, let’s light torches, strew gasoline on the ground, lock the children in the barn for their protection, and hope that our plan doesn’t have any unintended consequences.

I speak of the hated "personal communication":

..., which is a consequence of uber fancy dream result [85].
[85] McSwanky, M. Personal communication.

This annoys the ever living shit out of me. For one this citation contains no information. At least none that is relevant to the subject at hand, for it does successfully communicate that the author of the paper knows Mr. McSwanky on a deep and personal level, which seems to be its only imaginable function.

"Personal communication" is the academic equivalent of name-dropping famous people you know at a dinner party. It is crass and vulgar and if asked the famous person won’t know who you are. Don’t do it.

Colored

The title of a paper I’m working on includes the words "colored Jones polynomial". Every time, every single time I see it a voice in my head goes:

<img class="aligncenter" alt="" src="http://www.clevescene.com/binary/3e89/1349813923-thats-racist.gif" width="265" height="236" />

Do you really want Hurtubise?

One of the authors of a paper I’m working on is called "Hurtubise". I can’t help but pronounce his name with a French accent in my head. Heeuuuuurtubeeeeze.

If he was my rival for the affections of a woman I wouldn’t pull any punches. Dirt would get thrown. I’d make a youtube video of Boy George’s classic "Do you really want to hurt me", but change the chorus lyrics to "Do you really want Hurtubise". I might not end up with the woman of our dreams, but after she sees that video, neither would he. Scorched earth, baby.

Unglingar

Ítalski meðleigjandinn minn var að vakna á hádegi á sunnudegi. Hún er búin að ráfa fram og aftur úr stofunni síðasta hálftímann, dæsa og reyna að myrða lyklaborðið á símanum sínum. Ég geri ráð fyrir að hún hafi hætt með jólafrísstráknum sínum í gærkvöldi.

Ég geri ráð fyrir því, en ég mun ekki spyrja út í það undir neinum kringumstæðum. Ekki að mér sé sama um andlega líðan hennar, en ég nenni heldur ekki að eyða sunnudegi í að spjalla um enn önnur sambandslok.

Ætli það sé ekki fyrir bestu að við flytjum öll út eftir mánuð.