Personal communication

There’s a type of citation that we should agree to kill. Come on, let’s light torches, strew gasoline on the ground, lock the children in the barn for their protection, and hope that our plan doesn’t have any unintended consequences.

I speak of the hated "personal communication":

..., which is a consequence of uber fancy dream result [85].
[85] McSwanky, M. Personal communication.

This annoys the ever living shit out of me. For one this citation contains no information. At least none that is relevant to the subject at hand, for it does successfully communicate that the author of the paper knows Mr. McSwanky on a deep and personal level, which seems to be its only imaginable function.

"Personal communication" is the academic equivalent of name-dropping famous people you know at a dinner party. It is crass and vulgar and if asked the famous person won’t know who you are. Don’t do it.

Colored

The title of a paper I’m working on includes the words "colored Jones polynomial". Every time, every single time I see it a voice in my head goes:

<img class="aligncenter" alt="" src="http://www.clevescene.com/binary/3e89/1349813923-thats-racist.gif" width="265" height="236" />

Do you really want Hurtubise?

One of the authors of a paper I’m working on is called "Hurtubise". I can’t help but pronounce his name with a French accent in my head. Heeuuuuurtubeeeeze.

If he was my rival for the affections of a woman I wouldn’t pull any punches. Dirt would get thrown. I’d make a youtube video of Boy George’s classic "Do you really want to hurt me", but change the chorus lyrics to "Do you really want Hurtubise". I might not end up with the woman of our dreams, but after she sees that video, neither would he. Scorched earth, baby.

Unglingar

Ítalski meðleigjandinn minn var að vakna á hádegi á sunnudegi. Hún er búin að ráfa fram og aftur úr stofunni síðasta hálftímann, dæsa og reyna að myrða lyklaborðið á símanum sínum. Ég geri ráð fyrir að hún hafi hætt með jólafrísstráknum sínum í gærkvöldi.

Ég geri ráð fyrir því, en ég mun ekki spyrja út í það undir neinum kringumstæðum. Ekki að mér sé sama um andlega líðan hennar, en ég nenni heldur ekki að eyða sunnudegi í að spjalla um enn önnur sambandslok.

Ætli það sé ekki fyrir bestu að við flytjum öll út eftir mánuð.

    Eftirmiðdegi og kaffiskeiðar

    Á eftir fer ég í helgarferð til Grenoble. Hjá heilbrigðu fólki hefði staðið "Á morgun …​", en við vitum öll hvers konar bransi er stundaður hér. Eftir fjóra klukkutíma þarf ég að vakna og taka lest til að taka rútu einhvert, sem væri allt í lagi ef ég hefði ekki farið út að drekka með félaga mínum eftir kóræfingu okkar.

    Ó, þú spillta líf.

    Ég myndi lofa að eyða helginni í heilbrigðari hluti, en ég veit að þeir verða miklu sóðalegri en þetta. Miklu, miklu sóðalegri.

    Miklu.

      Svalir

      Sem betur fer er Montpellier við Miðjarðahafið, svo hér er alltaf gott veður.

      Þetta er ákveðin nauðsyn, því við erum ekki ennþá komin með internet í íbúðinni okkar. Ég vinn að heiman gegnum netið, svo þetta skapar visst vandamál.

      Hingað til hefur mín lausn verið að brjótast inn í þráðlausa netið hjá nágrönnum mínum og vinna þaðan. Þetta er hin besta lausn, nema að ég næ netinu þeirra aðeins frá svölunum heima. Þess vegna er ég búinn að vinna úti á svölum í tvær vikur.

      Sem betur fer er gott veður í Montpellier.

        Flutningar

        Til allrar hamingju var "First day of my life" með Bright Eyes að detta inn í slembilistann sem er í gangi heima. Það minnir mig á þegar ég bjó niðri í miðbæ í stórri íbúð með góðu fólki.

        Í kvöld er lognið á undan storminum. Á næstu viku þarf ég að finna íbúð í Montpellier, skila 20 tímum af ritstjórnarvinnu, skrá mig aftur í doktorsnám til þess eins að verja, og koma við í Marseille til að standa í röð í rússneska sendiráðinu. Ég veit full vel að næsta vika verður brjáluð, en samt geri ekki neitt til að létta á henni eins og að byrja að ritstjórnast í kvöld. Því meira sem er að gera hjá mér, því minna kem ég í verk.

        Munum að anda. Restin kemur af sjálfu sér.

          Óviljandi

          Árið 1687 olli Isaac Newton heiminum miklum vandræðum. Eftir mikla vinnu og strit setti hann fram lögmál sín um aflfræði og þyngdarkraftinn. Þessi lögmál voru einföld, nákvæm og stærðfræðileg. Þau öfluðu Newton frægðar, peninga og fræðilegs kvenfólks (Newton dó ósaurgaður af holdlegum freistingum þessa heims)---og mikilla óvinsælda meðal andans manna.

          Lögmál Newtons segja fyrir um hreyfingu hinna minnstu agna. Samkvæmt þeim renna vegir allra atóma í heiminum eftir hlutafleiðujöfnum sem má leysa á einn og aðeins einn hátt, að upphafsskilyrðum jöfnum. Í praxís þýða lögmál Newtons að ef við þekkjum upphafsskilyrði alheimsins---það er hraða og stefnu allra rót-, nift- og rafeinda við miklahvell---þá getum við spáð fyrir alla sögu heimsins eins og hún leggur sig.

          Þetta hefur spennandi afleiðingar. Fjárhættuspil eru ekki svo. Veðrið mun aldrei koma á óvart. Og frjáls vilji er ekki til. Ef ferill allra einda í heiminum er ákveðinn frá upphafi, og við erum samsett úr téðum eindum, þá ráðum við engu um líf okkar. Við erum þrælar aflfræðinnar.

          Fólki hefur lengi þótt þessi rökrétta fleiðing Newtons óspennandi. Öll erum við jú einstakir og áhugaverðir kertaljómar, og einungis bundin undir áhrifum samfélagsins og ríkjandi tísku, en ekki tilvistar- og ótvíræðnisetninga um lausnir deilajafna. Í gegnum aldirnar hefur miklu súrefni því verið eytt í að styðja tilvist frjáls vilja, nú síðast í gegnum tilviljanakennda hegðun skammtafræðinnar. Örlög frjáls vilja í nútíma samfélagi eru grimmileg. Útlægur af vetrarbrautarskala hýrist hann öreinda á milli, fyrir neðan allar rannsakanlegar hellur, þar sem enginn kemur að sjá hann.

          Mig varðar lítið hvort frjáls vilji sé til eða ekki. Ég fæ ekki betur séð en að líf mitt haldi áfram mikið eins og áður í hvoru tilfellinu. Ef eitthvað þætti mér skemmtilegra að hann væri ekki til. Hugsið ykkur þá alla hjörðina af heimsspekingum sem hafa verið sannfærðir um að svo væri en hafa, algjörlega vegna gangs alheimsins, neyðst til að sitja heilu kvöldin við að skrifa langar ritgerðir um að frjáls vilji réði öllu, fullkomlega gegn vilja sínum, og kjökrað sig svo í svefn á eftir.

            CSI

            Þegar ég var yngri voru vikulegir þættir í sjónvarpinu sem fjölluðu um lögreglumenn. Sem slíkt skilur þetta mig á engan hátt frá öllum kynslóðum sem hafa alist upp við sjónvarp. Sérhver kynslóð á sér þó sín sérkenni. Minnar voru að lögreglumennirnir voru í raun óspillanlegir vísindamenn sem gátu púslað saman hvaða atburðarrás sem er út frá minnstu sönnunargögnum.

            Þessar þáttaraðir höfðu áhrif á mig, enda var ég áhrifamikill unglingur þegar þær réðust óboðnar inn á heimili mitt, héldu mér niðri í stofusófanum, og fengu vilja sínum framgengt á þriðjudögum á milli hálf tíu og ellefu.

            Síðan er ég haldinn sálbrestum.

            Eftir að ég fróa mér sitja alltaf einhverjir vökvar eftir á fingrum mínum. Ég gæti þess að bora í nefið á mér strax á eftir.

            Við vitum aldrei hvenær dauða okkar ber að garði. Eða hver verði kallaður til að rannsaka þá. En við getum vonað hið besta.

            Ég vil að einhvert lögregluvísindamannssvínið liggi andvaka á næturnar og hugsi um hvernig sæði komst upp í nasir mínar þrátt fyrir að engin ummerki hafi verið um átök. Ég vil að þráhyggja þess leiði það til að vanrækja vinnu sína, fjölskyldu og tómstundarmál. Ég vil að útfjólublátt ljós uppljóstri aldrei áður séða hluti.

            Einhversstaðar vil ég samt bara að mín verði minnst.