CSI

Þegar ég var yngri voru vikulegir þættir í sjónvarpinu sem fjölluðu um lögreglumenn. Sem slíkt skilur þetta mig á engan hátt frá öllum kynslóðum sem hafa alist upp við sjónvarp. Sérhver kynslóð á sér þó sín sérkenni. Minnar voru að lögreglumennirnir voru í raun óspillanlegir vísindamenn sem gátu púslað saman hvaða atburðarrás sem er út frá minnstu sönnunargögnum.

Þessar þáttaraðir höfðu áhrif á mig, enda var ég áhrifamikill unglingur þegar þær réðust óboðnar inn á heimili mitt, héldu mér niðri í stofusófanum, og fengu vilja sínum framgengt á þriðjudögum á milli hálf tíu og ellefu.

Síðan er ég haldinn sálbrestum.

Eftir að ég fróa mér sitja alltaf einhverjir vökvar eftir á fingrum mínum. Ég gæti þess að bora í nefið á mér strax á eftir.

Við vitum aldrei hvenær dauða okkar ber að garði. Eða hver verði kallaður til að rannsaka þá. En við getum vonað hið besta.

Ég vil að einhvert lögregluvísindamannssvínið liggi andvaka á næturnar og hugsi um hvernig sæði komst upp í nasir mínar þrátt fyrir að engin ummerki hafi verið um átök. Ég vil að þráhyggja þess leiði það til að vanrækja vinnu sína, fjölskyldu og tómstundarmál. Ég vil að útfjólublátt ljós uppljóstri aldrei áður séða hluti.

Einhversstaðar vil ég samt bara að mín verði minnst.