Flutningar
Til allrar hamingju var "First day of my life" með Bright Eyes að detta inn í slembilistann sem er í gangi heima. Það minnir mig á þegar ég bjó niðri í miðbæ í stórri íbúð með góðu fólki.
Í kvöld er lognið á undan storminum. Á næstu viku þarf ég að finna íbúð í Montpellier, skila 20 tímum af ritstjórnarvinnu, skrá mig aftur í doktorsnám til þess eins að verja, og koma við í Marseille til að standa í röð í rússneska sendiráðinu. Ég veit full vel að næsta vika verður brjáluð, en samt geri ekki neitt til að létta á henni eins og að byrja að ritstjórnast í kvöld. Því meira sem er að gera hjá mér, því minna kem ég í verk.
Munum að anda. Restin kemur af sjálfu sér.