Hæ!

Fyrsta umfjöllunin kemur á fimmtudaginn. Hún verður um upprunalegu útgáfuna af Day of the Dead eftir George Romero, í nær fullkominni mótsögn við fullyrðingu mína um að skrifa sem mest um nýjar myndir.

Ef það var ekkert allt of mikið vit í síðustu setningu, þá mæli ég með að skoða "Um ár hinna lifandi dauðu" hér til hliðar, og hlutirnir verða þá vonandi ljósir.

Annars er ég kominn með fyrstu tíu myndirnar og held að þetta geti rúllað ágætlega, en allar uppástungur að myndum til að fjalla um eru vel þegnar.