Hey, hvar eru allir?
Sorrí með mig, síðasta vika er búin að vera svo leiðinleg að ég hef ekki haft neinn tíma til að skynsemast.
Ég var á klósettinu í meira eða minna viku út af vafasömum næringarákvörðunum um síðustu helgi. Ofan á það bættist sápuóperulegt drama frá ákveðnum meðlim fjölskyldu kærustu minnar. Og í gær rændi einhver rafgeyminum úr bílnum okkar, svo allur dagurinn fór í að fá nýjan rafgeymi, keðju og lás til að læsa húddinu og eitthvert manndrápstól til að læsa stýrinu á næturnar.
Þessi leiðindaskúr er vonandi búinn, svo hefðbundin dagskrá getur hafið göngu sína á ný.