Mistök 1
Stefán Gunnar Sveinsson, höfundur Frá Kasakstan til Dýrafjarðar sem ég fjallaði um í gær, hafði samband við mig í dag.
Hann benti mér góðfúslega á að í pistli hans er utanríkisráðherra aldrei borinn saman við Steve Jobs, Henry Ford og Thomas Edison, og útskýrði frekar að markmið hans hafi verið að kalla eftir málefnalegum umræðum í stað hrópa um afsagnir á litlum sem engum forsendum. Ég gerði Stefáni því upp þessa skoðun sem ég gagnrýndi sem rökvillu. Það er klassískt dæmi um strámann af minni hálfu.
Ég biðst afsökunar og get aðeins borið fyrir mig að ég gerði þetta ekki viljandi. Ég held reyndar að fólk fremji rökvillur almennt ekki viljandi, heldur séu þær gildrur sem sé lygilega auðvelt að falla í.
Sem dásamlega lokakaldhæðni býð ég lesendum að lesa pistil Stefáns aftur, en eitt þemað í honum er að mistök séu mannleg.