Sumarfrí
Ár hinna lifandi dauðu er farið í sumarfríi. Like a boss! Reglulegt vondumyndaröfl hefst aftur í september.
Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum helbera aumingjaskap. Sú stærsta er að ég er gjörsamlega útkeyrður eftir mastersritgerðina mína (já, þú mátt lesa!) og reyna að skrifa þessar umfjallanir á meðan, enda hefur það ekki tekist svo vel upp á síðkastið. Þess vegna held ég að það sé best að taka frí frá hryllingsmyndunum á sama tíma og stærðfræðinni og koma endurnærður inn í bæði í haust.
Næst stærsta ástæðan útskýrir líka af hverju ég ætla að vera svolítið lengi í sumarfríi. Ég verð meira og minna heimilislaus í allt sumar og að heimsækja vini á Spáni, Englandi, Íslandi (sirka tvær vikur í ágúst, látið mig vita ef ykkur langar í hryllingsmyndaspjall yfir bjór), Frakklandi og kannski Noregi líka. Ég býst þess vegna ekki við að hafa mikinn tíma einu sinni til að horfa á hryllingsmyndir, hvað þá skrifa um þær.
Að lokum vil ég nýta þetta tækifæri til að ráðleggja ykkur að horfa aldrei á Mega Shark vs Giant Octopus. Þrátt fyrir stórglæsilegt nafn er hún hrottalega slæm.
Gleðilegt sumar!