Upprunaleg dagskrá hefst óvart aftur

Okkur ber skylda til að tilkynna að núna á fimmtudaginn munum við ekki ræða norsku slashermyndina Cold Prey eins og til stóð, heldur ætlum við að bregða aftur okkur til litblindari tíma og kíkja á The last man on Earth frá árinu 1964 með kempunni Vincent Price í aðalhlutverki.

Ástæðan fyrir þessu er gríðareinföld og skammarleg: mig vantaði texta á Cold Prey, svo ég náði í hann og skrifaði svo "mv [ógó rugl].srt Cold_Prey.avi" í staðinn fyrir "mv [ógó rugl].srt Cold_Prey.srt" inn í terminalið mitt. Vel gert, herra minn, vel gert.

Hins vegar er skemmtilegt að þetta neyðir mig til að halda áfram með dagskránna eins og hún var hugsuð fyrir sumarfrí, því þá ætlaði ég að horfa á Last man on Earth og síðan Cold Prey. Jásveimérþá.

<p align="center"><strong>

The last man on Earth ::</strong>

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=i4mYireNvcg&hl=en&fs=1&]</p>